Eina sem verður að breytast á þessu ári er PS2 backward compality. Það eru nokkrir sem ég verð að prufa þar á bæ. Annars er ég bara frekar sáttur með mína 40GB PS3 og finnst hún “klassískari” en nýja PS3 Slim sem kámast ekki eins mikið og sú gamla. Finnst vanta fleiri sögudrifna leiki á PS3 og PSN leikir eru margir hverjir ófrumlegir, of dýrir þegar þeir koma út og endast of stutt. Þetta mun vonandi breytast með haustinu, flottir leikir á leiðinni og PSP að vakna aftur til lífsins á nýjan leik. 120GB er feikinóg fyrir allt draslið!
Nú er samkeppnin að byrja fyrir alvöru milli Sony og Microsoft miðað við verðlækkanir. Báðar á rúmlega $299.