Ekkert kostar inn, bara fólk að koma saman og spila super smash bros. Ekki vera feimin við að láta sjá ykkur, þetta er ekki spurning um að vera bestur heldur bara að spila leikinn og hafa gaman af því. Við verðum með melee og brawl og svo verðum við hugsanlega með ssb64. Svo er alltaf möguleiki að ef að mætingin er nógu góð þá væri hægt að safna saman í púkk og efna til móts, ef það er stemning fyrir því það er að segja. Verðum með eitthvað um 6 stöðvar(6 sjónvörp og tölvur, hugsanlega fleiri ef fólk er duglegt að koma með sitt)
KOMIÐ MEÐ EIGIN FJARSTÝRINGAR!!! MJÖG MIKILVÆGT!!!
Við munum allavega ekki sjá fólki fyrir fjarstýringum, svo það sé á hreinu.
Herlegheitin munu eiga sér stað í félagsmiðstöðinni Molanum(http://molinn.is/) sem er staðsett í kópavogi, rétt hjá bókasafni kópavogs(þar sem strætó stoppar í hamraborginni). Heimilisfang: Hábraut 2 200 kópavogur
Spilað verður frá kl 17 og bara eins lengi og þetta endist sem ég reikna með að verði til svona 23-00 leitið.
Ef þið hafið einhverjar spurningar, endilega póstið hér, sendið mér PM, addið mér á msn: asgaur@visir.is [EKKI senda póst á þetta email, hann verður ekki lesinn] eða hringið í síma: 6981034
Vonast til að sjá sem flesta!
“I'll be happy to stop contradicting you, just as soon as you start being right.”