Tölvuleikir.is er nýr leikjavefur sem er farinn í loftið og er ætlað að verða miðpunktur leikjafrétta, umfjöllunar um leiki í formi greina og gagnrýna og að bjóða hinum Íslenska leikjaspilara vettvang til að tjá sig á spjallborði vefsins og kommenta á fréttir og einnig senda sitt eigið efni inn á vefinn.
Vefnum er ætlað að lifa í sátt og samlyndi með vefunum sem eru til staðar eins og www.psx.is www.xbox360.is www.gameover.is ofl enda erum við hérna á síðunni búnir að vera á sumum af þessum vefjum áður.
www.tolvuleikir.is vefurinn býður uppá marga möguleika sem hefur ekki staðið til boða hér á landi fyrr.
•Notendur vefsins geta sett inn sín eigin leikjasöfn þar sem aðrir notendur geta skoðað og borið saman,
•það er hægt að fletta upp þúsundum leikjatitla og fá nánari upplýsinga um þá og gefa sína eigin einkunn á þeim.
•Hægt er að skoða vídeó, skjákot, fletta upp svindlum úr leikjum ofl.
•Hægt er að finna leikjadóma um PC, Xbox 360, Playstation 2, Playstation 3, Nintendo Wii, Nintendo Ds og PSP leiki.
•Vefur sem er skapaður í kringum áhuga á tölvuleikjum þar sem að allir áhugmenn og konur geta verið óháð hvort að þau eru “Nintendo, Xbox eða Playstation” aðdáendur.
•Pennar vefsins eru úr öllum áttum og eru harðir leikjaspilarar sem hafa mikinn áhuga á að skila sem faglegustu og skemstilegustu umfjöllun og fréttum sem er í boði.
•Leikir verða með einhverju milli bili þar sem verður hægt að vinna sér inn leiki og önnur verðlaun.
Það sem við erum að leita eftir er, fólk með brennandi áhuga á tölvuleikjum og telur sig geta verið hluti af nýjum og vaxandi vef. Nauðsynlegt er að geta skrifað fréttir, greinar, gagnrýni um leiki og fleira. Einnig erum við að leita eftir fólki sem hefur áhuga á að vera yfir spjallborði vefsins og aðstoða notendur og svara spurningum.
Vefurinn er rekinn sem sjálfboðavinna og verður enginn ríkur á þessu, enda eru ekki margir möguleikar í boði fyrir það hérna á Íslandi.
Mikilvægt er að fólk sem telur sig geta sinnt þessu vel og er tilbúin að leggja á sig vissa vinnu að hafa samband, ef þú ert ekki viss bíddu þá með það og hafðu samband síðar.
Fyrir þá sem hafa áhuga endilega kíkið á www.tolvuleikir.is skráið ykkur á vefinn og sendið síðan tölvupóst á bumbuliuz@tolvuleikir.is og gefið upp notendanafn ykkar og hvað þið teljið ykkur geta fært á vefinn.
Munið Xbox 360, Playstation, Nintendo og PC fanboys eru allir velkomnir og við viljum sjá sem flesta af ykkur þarna.
Með kveðju fyrir hönd www.tolvuleikir.is
Bumbuliuz og El Gringo
Bætt við 13. mars 2009 - 00:48
Ef að .is slóðin er að stríða eitthvað þá er vefurinn einnig á www.tolvuleikir.com Við erum að vinna í að laga þá villu.
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3