Þú verður að gera þér grein fyrir að því að þegar maður kaupir notaðan leik frá einhverjum úti í bæ, þá hefur maður í raun enga leið til sannreyna hversu gamall leikurinn er og því er ekkert öruggt að tryggja að leikurinn muni virka fullkomnlega.
Þannig að um leið og plastið er farið af, þá droppar leikurinn umtalsvert í verði, þannig er það bara.
Hinsvegar, ef maður kaupir leikinn úr búð sem selur notaða leiki, eins og t.d. úr Gamestöðinni, þá hefur maður alltaf það öryggi að það er búið að prófa leikinn og ef hann virkar ekki þá getur maður skilað honum, eða skipt.
Með það í huga, þá myndi þessi leikur líkast til kosta á milli 4 og 5 þúsund í Gamestöðinni, en hér ertu að biðja um svipaða upphæð án þess að bjóða sömu þjónustu.
“I'm not young enough to know everything”