Þessi leikur er búinn að fá rosalega dóma allstaðar á netinu.
Gamespot: 9.1
IGN.com: 9.6
Eftir að lesa gagngrýnirnar um leikinn ákvað ég að kaupa hann á 7.999,- kr. í BT. En eftir að hafa spilað hann skil ég engann veginn af hverju í andskotanum allir eru að lofa þetta helvíti?!
Ok, trailerinn er massa svalur og leikurinn sjálfur (grafíklega séð). Maður er sonna maður/djöfull gaur með stórt sverð og tvær byssur að berjast á móti allskonar djöflum. En málið er bara að leikurinn er rosalega einhæfur. Þið munið eftir gömlu Double Dragon og Final Fight leikjunum í spilakassa, þá var maður svona svipað og í þessum að labba áfram og berja kalla, nema bara í 2d. En playability í þeim leikjum var alveg geggjað, það var svo fjölbreytt hvernig maður gat buffað kallana. DMC er í 3d, en það er ekki rassgat fjölbreytt hverning maður berst, það er reyndar að hægt að kaupa ný brögð og solleis með einhverjum kúlum, en mér finnst það ferli allt bara frekar gay!
Síðan til þess að toppa allt, þá er leikurinn soldið erfiður t.d. endakallarnir og eftir að maður er búinn að drepast soldið hressilega þar býður leikurinn þér að skipta yfir í “easy” mode, í easy mode velur leikurinn eiginlega hvaða bragð kallinn notar til að berjast, þannig að þú þarf eiginlega bara að hamra á einum takka.. FRÁBÆRT - gera leikinn ennþá meira einfaldari!
Ég er allavega mjög ósáttur með að hafa keypt þennan leik og er að skrifa þetta til þess að fólk detti ekki ofan í sömu gryfju og ég gerði. Ef einhver fílar þennan leik þá hlakka ég mikið til að lesa af hverju!! ^_^