Á morgun(föstudaginn 30.jan) verður haldið smash bros festival í félagsmiðstöðinni Molinn. Ekkert mót í sjálfu sér, bara fólk að koma og spila smash bros og hafa gaman. Hins vegar væri alveg hægt að efna til móts þegar á staðinn er komið sé stemning fyrir því og nógu góð mæting.

Spilað verður í melee, brawl og svo hugsanlega super smash bros 64(er ekki alveg klár á því hvort að takist að redda slíkum). Ég geri ráð fyrir því að það verði 6 stöðvar, þ.e. 3 sjónvörp með melee og 3 með brawl, og svo verða hugsanlega fleiri.

Planið er að byrja þetta svona 20:30 og spila svo bara fram eftir nóttu.

KOMIÐ MEÐ YKKAR EIGIN FJARSTÝRINGAR!!!
MJÖG MIKILVÆGT! (þarf í sjálfu sér ekkert að vera ykkar eigin fjarstýringar, bara það að þið verðið ykkur út um fjarstýringar sjálf, við verðum ekki með fjarstýringar til að lána fólki)

Skyldu þið þurfa leiðbeiningar til að komast á staðinn þá er eitthvað hérna: http://molinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=62&Itemid=30

Annars ef að einhverjir skilja þetta ekki alveg þá er velkomið að hringja í mig(Númer að neðan).

Þeir sem ætla að mæta, vinsamlegast látið mig vita á msn: asgaur@visir.is (ég tek það fram að þetta er einungis msn-netfangið mitt, tölvupóstur sendur á þetta netfang verður hvorki skoðaður né verður honum svarað) eða í síma: 6981034

Gangi þetta vel, þá er planið að hafa svona svokölluð smashfest aðra hverja viku, svokölluð biweeklies =)

Fólk, látið sjá ykkur!
“I'll be happy to stop contradicting you, just as soon as you start being right.”