Sælinú,
ég er með gamlan Dreamcast leik sem mig langar að geta spilað í PC tölvunni minni (Windows Vista x86 OS). Ég er búinn að reyna nokkra emulatora (Chankast 0.25, nullDC, DEmul og DreamEMU) en þeir biðja allir um einhvern BIOS fæl sem fylgir ekki með og ég veit ekki hvar ég á að fá. Ég fékk Chankast til að virka á lappanum fyrir löngu síðan en af einhverjum ástæðum virkar hann ekki lengur (hef ekki notað lengi), les bara leikinn sem tónlistardisk sem ég fatta ekki alveg.

Hugmyndir/hjálp?

Bætt við 11. janúar 2009 - 02:40
Því má bæta við að leikurinn er á .cdi formi, keyrður gegnum DaemonTools Lite.
Peace through love, understanding and superior firepower.