Ég var að smella boxinu mínu í sambandi við netið í fyrsta skiptið eftir að hafa átt hana í ca. ár, og er með fáeinar spurningar.
1) Ég átti inni 1 mánaðar Trial í live, og þegar ég fór í gegnum uppsetninguna fór ég eftir leiðbeiningum hérna. Þarf ég að hafa einhverjar áhyggjur af því að verða bannaður af Live á meðan að trialið er í gangi og svo ef ég kaupi lengri áskrift? (Er btw með USA sem land og er kominn með NXE)
Að auki, get ég ekki alveg eins keypt kort eins og þau sem eru seld á microsoftpoints.com í stað þess að nota kreditkort fyrir Live áskrift?
2) Ég keypti 4000 MS points hérna, virkjaði kóðann á xbox.com og allt í lagi með það, en í samhengi við fyrstu spurninguna, er eitthvað efni á marketplace þar sem er gáð hvort IP talan hjá manni stemmi við landið sem er gefið upp á account, og ef ekki = bann? DLC á leikjum, arcade leiki, mydnbönd o.s.frv.?
Bætt við 20. desember 2008 - 05:54
myndbönd átti það að vera.