Það skiptir í raun engu hvað hverjum finnst í þessu, og hver hefur rétt fyrir sér það er því miður ráðandi hluti menningarinnar sem hefur valið að GoW standi eins og er fyrir Gears of War, líkt og talva eins ljótt og rangt og það er leyfilegt sem slangur í dag og verður líklega ráðandi eftir 10 til 15 ár. Þó vona ég ekki.
Persónulega leyfi ég mér að segja að gegnum feril minn í leikjamenningunni þá heyrði ég fáa tala um God of War sem GoW, amk ekkert miðað samtekt þessa núna. Fólk hefur valið og það spilar CoD, GoW, PES, PoP…allt skammstafanir sem gætu haft aðrar menningarlegar skírskotanair, líkt og þorskur, pez, popp…en hins vegar er það orðræðusvið hverju sinni sem gefur þessum hugtökum merkingu sína. Coke þýðir sindrakol en það er engan veginn hægt að nota þá merkingu án þess að eitthver hugsi um hinn yndæla drykk.
God of War aðdáendurnir verða bara að leggja sig fram við markaðssetningu ef þeir vilja ná þessu aftur og vona að allir hætti að spila snilldina sem er gears…sem er reyndar stytting sem ég nota fremur.
“They say that dreams are only real as long as they last. Couldn't you say the same thing about life?”