Ég nota R4DS, það getur spilað NES, SNES, SEGA, GB, GBC og NDS leiki ásamt SCUMM leikjum eins og Secret of Monkey Island 1 og 2, Day of the Tentacle, Maniac Mansion o.fl. óldskúl point and click leikjum. Þú getur keyrt Mac OS á þessu, spilað mp3 og kvikmyndir (verður að converta samt). Svo er hellingur af flottu homebrew dóti fyrir þetta og alltaf eitthvað nýtt að koma eins og msn, lófatölvuforrit, browserar og alls konar leikir. Mér skilst að það sé verið að vinna í MMORPG leik í homebrew fyrir DS núna.
Getur lesið allt um nýjasta homebrewið á
http://www.dcemu.co.uk/vbulletin/forumdisplay.php?f=27(það borgar sig að vera skráður inn, þá getur maður sótt allt sem maður þarf beint af foruminu).
Ég keypti mitt R4DS af Amazon.com - Þú ættir að geta sagt til um hvort um eftirlíkingu er að ræða ef þú lest kommentin undir vörulýsingunni. Fólk er duglegt að fletta ofan af eftirlíkingunum þarna. Það fást sem sagt bæði alvöru og feikuð R4DS á Amazon, svo hafðu augun opin.
CycloDS Evolution er kort sem ég hef bara beinlínis aldrei heyrt minnst á. Flestir tala um R4DS og M3 kortin.
Svo eru mjög skemmtileg kort sem að heita 3in1 sem þú gætir viljað skoða í leiðinni (vinnur með DS kortinu sem þú ert að spá í) og eru fyrir GBA leikjaraufina. Þau taka minniskort og geta spilað GBA homebrew (DS slottið ræsir ekki GBA homebrew), þau hafa titrara fyrir þá DS leiki sem styðja svoleiðis og loks hafa þau auka vinnsluminni (RAM) sem að er algjört möst fyrir stærri homebrew verkefni.
Bætt við 13. nóvember 2008 - 08:58 P.S. Ég veit ekki til þess að nokkuð kort geti spilað N64 leiki. Ég held að örgjörvarnir í DS vélinni höndli ekki svoleiðis hamagang.
N64 keyrði á öðruvísi örgjörva en DS svo allt sem gerist í N64 hermi þarf að vera kóðað frá DS yfir í N64 og svo aftur yfir í DS. Svipað og að keyra 2 eða 3 N64 leiki í einu hvað kröfur á örgjörva varðar… Þetta er svolítið eins og þegar maður ætlaði að keyra Windows á Apple Mac OS tölvu áður en Intel örgjörvarnir komu í Mac: 1.5 GHz apple vél gat keyrt Windows á rétt tæpum 350 MHz - sem sagt 80% afls tölvunnar tapast í herminum…
Kanski næsta handheld vél á eftir DSi geti höndlað N64. :/