Stærsti gallinn við leikinn finnst mér myndavélin. Í endaköllunum er föst myndavél og maður getur verið alltof langt í burtu frá myndavélinni og sér illa það sem er í gangi, svo geta hlutir farið fyrir myndavélina og þannig vesen. Sagan er alveg ágæt. Hljóð og grafík eru flott. Spilunin finnst mér vera svolítið misjöfn, aðalgallinn á henni er myndavélin og endakallarnir soldið einhæfir. Hefði mátt leggja aðeins meira í fjölbreytni í endaköllunum semsagt. En svo getur spilunin verið geðveik á köflum og þá er þetta alveg kickass.
Ég mæli samt með leiknum þrátt fyrir alla gallana. Vegna þess að þegar hann er góður þá er hann virkilega góður. Hefði bara þurft að taka meiri tíma í að hanna leikinn aðeins betur, fínpússa hitt og þetta. Þá hefði leikurinn getað orðið meistaraverk.