Sæl veriði

Ég er með eina xbox 360 tölvu sem er modduð og vegna klaufaskaps endaði hún bönnuð á Xbox live . Hún er annars í toppstandi og hefur nú ekki verið mikið notuð nema til þess að keyra upp rockband og guitar hero :D

Mig er farið að langa að kaupa mér ný rokkband lög á xbox live og langaði þessvegna að athuga hvort það sé einhver sem að vill skipta á minni modduðu tölvu og einhverri sem er ómodduð.

Ég er semsagt að tala um slétt skipti á tölvunni sjálfri en engum aukahlutum eða öðru dóti. Þetta er fínt fyrir einhvern sem að langar að modda tölvuna sína en þorir/nennir ekki að standa í því sjálfur. Hún er með nýjasta firmware hakkinu og það fylgir með henni Blaster 360 sem að einfaldar uppfærslur hakkinu.
http://www.xbox-modchips.com/img/360-blaster11.jpg

Ég nenni ekki að þetta snúist upp í umræðu um kosti/galla á að hakka tölvuna, þannig ef að þið hafið ekki áhuga þá megið þið bara sleppa að svara þessu :)

Tölvan hefur aldrei fengið Red ring of death , frosið eða í rauninni gert eitthvað til að pirra mig (nema vera bönnuð á XBL) þannig að ég er ekki að reyna að pranga út bilaðri tölvu og þess vegna vill ég ekki fá einhverja bilaða á móti ;)

Endilega látið heyra í ykkur ef að þið hafið áhuga