Ömm… fyrsta lagi… rangur þráður.
Í öðru lagi… “Slepptu bara 1000 kallinum og hafðu verðlaun” Ha? sleppa 1000 kallinum og hafa verðlaun? Hvað á ég þá að hafa í verðlaun ef ég á ekki að hafa neinn pening í verðlaun?
Í þriðja lagi… Lastu allar upplýsingarnar sem stóðu á þræðinum á smashboards? Ég hélt ég hefði útskýrt þetta nógu vel þar en ég skal bara gera það aftur hér. Þetta eru í rauninni 4 aðskild mót; Melee singles(1vs1), melee doubles(2vs2), Brawl singles(1vs1) og brawl doubles(2vs2) og dreifist peningurinn á þessi mót samkvæmt þessum prósentum:
Melee singles 30%
Melee doubles 20%
Brawl singles 30%
Brawl doubles 20%
Svo, ef það er nógu góð aðsókn þá myndum við kannski taka einhver 20% úr pottinum og splæsa í pizzur
Ok, segjum sem svo að það mæti 32 manns. Það gera 32000 kall. Þá myndi þetta skiptast svohljóðandi
Melee singles(9600 samtals):
1 sæti: 5280 Kr.[55%]
2 sæti: 2880 Kr.[30%]
3 sæti: 960 Kr.[10%]
4 sæti: 480 Kr.[5%]
Melee doubles(6400 samtals)
1 sæti: 3520[55%]
2 sæti: 1920[30%]
3 sæti: 640[10%]
4 sæti: 320[5%]
Brawl singles(9600 samtals):
1 sæti: 5280 Kr.[55%]
2 sæti: 2880 Kr.[30%]
3 sæti: 960 Kr.[10%]
4 sæti: 480 Kr.[5%]
Brawl doubles(6400 samtals)
1 sæti: 3520[55%]
2 sæti: 1920[30%]
3 sæti: 640[10%]
4 sæti: 320[5%]
Heldur þú í alvörunni að ég sé að fara að vinna öll þessi 4 mót? Heldurðu að ég sé að halda super smash bros mót til þess að græða pening á því? Nei, ég er að halda super smash bros mót vegna þess að ég hef gaman af þessum leikjum og mér finnst gaman að spila við fólk þegar það reynir sitt besta til þess að vinna. Ég tel að það að setja smá pening undir hvetji fólk til þess að reyna sitt besta. Einnig myndi mér finnast það frekar glatað að mæta á mót í einhverju þar sem engin verðlaun eru… en jæja, það er víst bara mín skoðun…
“I'll be happy to stop contradicting you, just as soon as you start being right.”