Ég ætlaði upphaflega að hafa bara on / off takkann á Xbox, enda flottur, en svo hugsaði ég að XBOX 360 stafirnir yrðu eiginlega að sjást, en vildi samt hafa takkann, þannig að þetta endaði svona.
Hinsvegar á ég sjálfur PS3 og finnst hún skást af þessum þrem, en hefði ég skorið eða fært Xbox myndina þá hefði sést í hvítt á milli XBOX 360 og PS3 myndarinnar sem ég vildi ekki.
En ég tók þetta ekki nærri mér, vildi vita hvað það væri sem þér finndist þurfa að breyta. Ég er sjálfur mjög sáttur með útkomuna.