Nú hafa lögfræðingar gengið of langt. Kíkað á þetta:
Tekið af mbl.is
“Tölvuleikurinn ”Grand Theft Auto 3“ hefur vakið hörð viðbrögð í Noregi og þar hefur verið lögð fram kæra gegn danska fyrirtækinu KE Media, sem annast dreifingu hans. Að mati neytendaráðsins, umboðsmanns barna og Lailu Dåvøy fjölskylduráðherra er leikurinn svo ofbeldisfullur og ósiðlegur, að hann brýtur beinlínis gegn refsilögunum. Kom þetta fram á vefsíðu danska blaðsins Politiken.
”Lögfræðingar okkar hafa skoðað leikinn og komist að þeirri niðurstöðu, að hann brjóti gegn ákvæðum refsilaga um gróft ofbeldi í kvikmyndum, myndböndum og öðrum slíkum miðlum,“ sagði Tom Bolstad, deildarstjóri hjá norska neytendaráðinu, í viðtali við Dagbladet. Laila Dåvøy kvaðst vona, að foreldrar fylgdust almennt vel með því, sem börnin þeirra hefðu undir höndum.
Tölvuleikurinn ”Grand Theft Auto 3“ er nú sá vinsælasti í Danmörk en í honum er leikmaðurinn í hlutverki bílþjófs og gefst til dæmis kostur á að aka niður gangandi vegfarendur og berja aðra með kylfu. Fyrri útgáfur af þessum leik hafa einnig verið gagnrýndar, til dæmis af stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum og Bretlandi”.
Gaman að sjá hvernig leikur getur valdið svo miklum vandræðum ;)
P.S: Gat ekki sett link undir því mbl.is eru með “url hide”
<br><br><i> I´m telling you, the world is a sphere.
Sphere </i