Rökin í þessu myndbandi eru flest út í hött.
Sem dæmi má nefna að hann: kvartar undan því að Mario Galaxy sé bara eins og Sunshine, nema þú ert í geimnum og ekki með FLUDD og jafnvel fleiri platformar (HA? Mario að hoppa?). Ef farið er svona í þetta, er eini munurinn á Super Mario 64 og Sunshine að hann er umkringdur vatni, og með vatnsbyssu. Hvernig er hægt að kvarta um að það sé bætt við “platformum” í “platform” leik?
Hann segir að Microsoft hugsi betur um viðskiptavinina af því að þeir lagi bilanir í Xbox 360. Allt þetta kjaftæði um að “fyritæki x er alveg sama um viðskiptavinina, en Y hugsar um þá” er alveg fáránlegt, markmið allra (bara svo að einhver sniðugur komi ekki með eitthvert absúrd dæmi sem á ekki við, þá viðurkenni ég að það eru eflaust til einhverjar undantekningar) fyrirtækja er að græða pening, það er meira að segja skylda þeirra, gagnvart fjárfestum. Þannig virkar Kapítalisminn.
Það virðast allir vera að misskilja markaðsherskænsku (marketing strategy?) hjá Nintendo.
Þeir byrja á að búa til slatta af “casual” leikjum (sjálfur trúi ég ekki á að til séu “Casual” og “Hardcore” leikir, það eru hinsvegar til góðir og lélegir, endingagóðir og endingalélegir o.s.frv.)
Þá er ég að tala um leiki eins og Wii Sports, Wii Play. Síðan búa þeir til “brúar” leiki, sem eru ætlaðir til að brúa bilið á milli “casual” og “hardcore” spilanda, þetta eru leikir eins og Mario Kart Wii og Super Mario Galaxy, þeir eru aðgengillegir, þ.e. það er ekkert mál að læra á þá, en það getur tekið tíma að verða góður í þeim (að minnsta kosti fyrir byrjendur). Síðan koma “hardcore” leikirnin, leikir sem krefjast tíma og athygli, þetta eru leikir eins og Legend of Zelda serían, Smash bros (þó hann getur í raun flokkast sem allt, eftir því hvernig þú spilar hann) og Metroid.
Það er hægt að líkja þessu við veiðar, fyrst hendir þú færinu út í vatnið, nærð þér í fisk (“Casual” leikir), síðan dregur þú hann inn (“brúar” leikir) og nærð honum svo upp í bátinn (Hardcore).
Aðrir framleiðendur virðast misskilja þetta algjörlega og pumpa bara út mini-game leikjum og öðru slíku.
Um að Smash Bros séu svakaleg vonbrigði: Það telst almennt mjög gott ef leikur endist mánuð, en það myndi heldur ekki meika sens ef þeir gerðu hann þannig að aðeins þeir sem spiluðu Melee í þúsundir klukkustunda gætu notið hans.
Mér finnst líka leiðinlegt að sjá hvað er mikil nækvæðni, hroki og yfirlæti gagnvart nýjum spilurum. Við ættum að fagna því að fleiri byrja að spila tölvuleiki, þá eu bara fleiri til að spila með. Jafnvel þótt að það þeir (spilendurnir) byrji kannski rólega, og fari ekki beint upp í 20-50 tíma á viku, þá verða eflaust margir sem verða nógu Hardcore fyrir ykkur, sem gerir markaðnum bara gott.
Bætt við 22. júlí 2008 - 21:02
Svo þegar farið er út í leikjaúrval í DS og Wii (ég var að fá mér DS, hef spilað svolítið, og verð að segja að ég er mjög hrifinn).
Þá spái ég því að Wii verði eins og DS, þ.e. það bjóst enginn (nema Nintendo) við því að DS yrði eins rosalega vinsæl og hún ero g þess vegna þorðu fáir að eyða miklum pening í að þróa fyrsta flokks leiki fyrir hana, fyrst um sinn, en síðan sáu menn stöðuna, og núna er DS full af góðum leikjum.
Það bjuggust mjög margir leikjahönnuðir að Wii yrði algjört “flop”, en ég held að hjólin sé farin að snúast, og það eru eflaust margir frábærir 3rd party leikir (þ.e.a.s. leikir frá þriðju aðilum, sem sagt ekki frá Nintendo) í vinnslu.
Svo til að bæta enn meira við. Þá var Super Mario Galaxy einn af þessum leikjum sem var gerður aðgengilegri, enda tók minna en fimm mínútur að fá tilfinningu fyrir hoppunum og öllu þannig. Hnn var samt ótrlúlega góður, og, að mínu mati, mun skemmtilegri en erfiðari fyrirrennari hans, Sunshine.