A link to the past
Twilight Princess
Ocarina of Time
ALTTP og TP vegna epískum söguþráðum og climaxi og að auki færir TP til manns nýjan fýling þannig að manni líður eins og maður sé að spila þroskaðri leik og það er myrkari tilfinning bakvið hann en aðra Zelda leiki sem leiðir af sér meiri innlifun og skynjun á því að það sé mikið í húfi. OoT er geðveikur leikur en ef ég lít framhjá nostalgíunni þegar ég spila hann í dag þá finnst mér hann ekki vera ætlaður fólki eldra en 12 ára og stýringin er stundum klunnaleg t.d. þegar maður skýtur með boganum og svo getur Z-targetið orðið dálítið vandræðalegt þegar maður fer í kringum óvinina. Ég býst við því að fá eitthvað diss fyrir að hafa talað illa um Oot en í heildina finnst mér hann verulega góður leikur, ég vildi bara benda á þá vankosti sem ég sé við hann því að fólk virðist oft líta framhjá þeim vegna virðingar við sögulegan leik.