Ég lenti í því veseni að kaupa mér slatta af NTSC leikjum en eiga PAL tölvu. Hélt að PS2 leikir væru ekki læstir, en…
Þar sem ég get erfiðlega skilað leikjunum var ég að spá hvort það væri málið að kaupa sér Swap Magic 3. Ef maður gerir það þarf maður þá að eiga eitthvað sérstakt sjónvarp? Hvað er hægt að gera til að vita hvort sjónvarpið manns hafi það sem þarf í þetta - finn sjónvarpið mitt hvergi á netinu og það er orðið sjö ára gamalt.
Auk þess væri gott að fá ráð frá einhverjum sem á Swap Magic 3 hvar skynsamlegt væri að kaupa þetta, sá engar verslanir með þetta á Íslandi svo þætti gott ef viðkomandi hefði keypt þetta á netinu.