Uhhh, beta? Nei…. það eru aldrei gefnar út “betur” af leikjatölvum, þ.e.a.s. til almenningssölu.
Xbox 360 Console = sennilega það sama og Premium, enda sama verð.. bara eitthvað sem hefur gleymst að taka út
Xbox 360 Console Arcade = Tók við af Core, ódýrasta gerðin. 256 mb minniskubbur fylgir með í staðinn fyrir 20 gb/120 gb harðan disk. Einungis snúrur fyrir SD sjónvörp (þarf þá að kaupa HDMI eða component kapla fyrir HD sjónvörp). Vantar netkapallinn og heyrnartólin (með hljóðnema) sem fylgir með dýrari pökkunum.
Xbox 360 Console Bundle = Premium + leikur/leikir, bundle þýðir einfaldlega að það fylgir eitthvað annað með vélinni - leikur/leikir eða aukahlutir.
Xbox 360 Console Core = Var áður ódýrasta gerðin en er ekki lengur í framleiðslu. Þá fylgdi ekki með þráðlaus fjarstýring, einungis með snúru. Vantaði einnig harðan disk og enginn minniskubbur fylgdi með (munurinn á Core og Arcade er því að nú er fjarstýringin þráðlaus líkt og í hinum pökkunum ásamt því að minniskubbur fylgir með)
Xbox 360 Console Elite = sú dýrasta og flottasta. Svört að lit í staðinn fyrir hvít. Fjarstýringin og heyrnartólin eru einnig svört. 120 gb harður diskur í stað 20 gb. Fylgir með HDMI snúra ólíkt Premium og Arcade.
Xbox 360 Console Premium = Fellur í miðið, 20 gb harður diskur í stað 120 gb (Elite). Hvít en ekki svört eins og Elite. Fylgir ekki með HDMI snúra en á nýrri vélunum eru samt sem áður HDMI tengi.
Þetta ætti að vera nokkuð pottþétt upptalning :)
Sjá einnig:
http://en.wikipedia.org/wiki/Xbox_360#Comparison_of_features