Daginn.
Áskotnaðist NES tölva í ágætis ástandi. Það er þó eitt vandamál, þegar að leikurinn er kominn í og búið að smella honum niður á lætur hún oftast eins og að hann sé ekki kominn í.
Einhverjir muna kannski eftir þessu, þegar að leikurinn er ekki smelltur í eða enginn leikur í tölvunni þá blikkaði powerljósið alltaf. Er að lenda í því með leikinn í tölvunni.
Er einhver þarna úti sem veit hvað ég get gert?
Er einnig að leita að annarri svona tölvu ef einhver hefur til sölu.