Ég var að lífga gömlu game boyinna mína til lífs eftir að skjárinn á henni bilaði árið 97.
Ég var örugglega einn fyrsti krakki á íslandi sem eignaðist game boy, því að afi minn fór til kanaríareyjar og keypti Game Boyinna mína og einnig keypti hann leik sem heitir “SUPER GB 62 IN 1”.
Þessi leikjatalva er eins og gamli hlunkurinn Nokia 5110.
Þessi leikur inniheldur 62 leiki, og eru þetta er allt snilldar leikir.
Og þar má nefna Mario world 2, jurassic Park, Motal Kombat, Turtle 3, Hyper Lode runner, World Bowling, Minesweeper, Pitman , Tennis, Tetris, Dr.Mario, Motocross Maniac, Penguin Land, Bomb Jack,
Valley Fire, Othello, Tank, Power Soccer, og margt margt fleira.
Og rétt í þessu var hún að bila #&%#.
Ég var nú bara að spá í, hvort ég ætti að kaupa mér Game Boy Color eða Game Boy Advence.
Geta báðar þessar tölvur spilað eld gamla leiki?
Ég var bara svoan að spá í þetta.
Ef ég myndi kaupa mér Game Boy Advence þá er leikirnir svolítið dýrir meða við að þetta er ná ferðatalva og ég gæti alveg eins keypt mér leik í PC eða Nintendo 64 fyrir sama pening.
En ef ég keypti mér Game Boy Color þá er grafíkinn ekki jafn góð!