ég verð að spurja ykkur persónulegrar spurningar, hvort er playstation 2 eða xbox framtíðin? það er sagt að xbox sé miklu öflugri en samt olli hún miklum vonbrigðum þegar hún kom út, það bjuggust allir við Matrixi í svörtum kassa, en svo er ekki. Þeir segja það á Gamespot.com að ssx tricky sé með betri grafík í xbox heldur en í PS2 en hann höktir í xbox og vegna þess hvað hann er þungur, sé stundum alveg óþolandi að spila hann, og leikjatölvur mega ekki hökta!! eða það finnst mér allavega
Ég er að hugsa um að kaupa mér Playstation 2 eftir prófin, eða finnst ykkur að ég ætti að bíða þangað til xbox kemur? það á að vera mjög auðvelt að færa leiki yfir á xbox frá PC svo það verður trúlega mjög mikið úrval af leikjum, en ég veit ekki, hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?