Ég er ekkert endilega að tala um magn á lager. Ég get nefnt nokkur dæmi.
- Í fyrsta lagi auglýsa þeir ekki neitt, ekki nema 1/16 úr síðu einu sinni í mánuði.
- Annað dæmi er að ég hef ekki séð þau auglýsa að þeir séu með Stero útgáfu af Guitar Hero fyrir wii (Allir sem keyptu fyrstu útgáfuna(Mono) fá fría Stereo útgáfu sem umboðsaðilar eiga að sjá um að dreifa).
- Þriðja dæmið er að þeir eru ekki komnir með hlífar fyrir fjarstýringarnar fyrir þá sem eiga nú þegar (veit að þeir eru með þær fyrir fjarstýringar sem þú kaupir hjá þeim núna, en sumar eiga bara 4 nú þegar), sem eiga að vera fríar.
Gæti eflaust nefnt fleiri dæmi, en ég held að þetta segi allt sem segja þarf.
Ég ætla ekki að rökræða við þig um Nikon, þessar vélar eru svipað vinsælar erlendis en aðeins fáeinir eiga Nikon hér á landi, miðað við Canon allaveganna. Enda á ég Canon 40D þar sem umboðsaðilinn fyrir þá er mun betri en fyrir Nikon.