Hellingur af góðum leikjum til á boxið góða, en ef ég ætti að mæla með leikjum og/eða benda þér á komandi leiki í flokkunum þá væru það:
Platformer: ekki mikið til af þeim á xbox, finnur þá aðallega á marketplaceinu (xbox live arcade), annars er t.d. Crash bandicoot konungur platformerana, einn til nú þegar og nýr á leiðinni í október.
óh. íþr. leikur: Leikir sem flokkast undir þetta eru t.d. hjólabrettaleikir, nóg til af þeim, Tony hawk og Skate t.d. svo mæli ég með Fight night round 3 og colin Mcrae Dirt, æðislegur arcade rallýleikur.
FPS: Aragrúi af þeim á boxinu, bestu eru CoD4 (ég veit.. hann er bara svo mikil snilld online :P) Halo 3 að sjálfsögðu, Bioshock, Fear og fleiri.
Svo er hellingur á leiðinni, eins og Condemned 2 rétt handan við hornið, Black 2, Brothers in arms: hells highway, Tiberium, Battlefield: bad company, Project offset, Deus ex 3, fallout 3 (rpg ég veit, en samt í fyrstu persónu) og svo mætti lengi telja…
Svo eru náttla slatti af 3PS eins og Ghost Recon: AW 1 og 2, Rainbow 6 vegas 1 og 2, Army of Two, Gears of War 2 (á leiðinni) og fleira.
Action: Hellingur af þeim, misgóðir þó en það leynast gullmolar í draslinu, eins og Devil May Cry 4 sem kom út fyrir stuttu, Assassins creed, Saints Row, Dead Rising og hellingur á leiðinni eins og GTA 4, Bully, Ninja Gaiden 2, Too Human (semi-rpg), Silent hill 5 (survival-horror), Resident evil 5 (sama og silent hill, samt flokkaðir sem action-adventure), Saints row 2, Hitman 5, Saboteur og ég gæti haldið endalaust áfram…
Samt einn leikur sem ég verð að bæta við - Mass Effect, RPG leikur með combat system svipað og Gears of War, án efa einn besti leikur sem ég hef spilað, og ekki skemmir fyrir að þetta er þríleikur, 2 og 3 á leiðinni ;) skyldueign!
vona að þetta hafi hjálpað.