Ég talaði aldrei um góðu hlutina við HD-DVD. Ég talaði bara um þá slæmu við blu-ray. Og þeir eru ansi slæmir í samanburði við gallana á HD-DVD.
Picture-in-picture er að mínu mati ansi mikilvægt í upplifun á high-definition efni. Að geta fylgst með commentary ekki einungis í töluðu máli heldur einnig myndum er virkilega fýsilegur hlutur.
Margir early blu-ray adopters fá það í bakið að hafa keypt sér standalone blu-ray spilara of snemma. Margir spilarar styðja ekki Profile 1.1 eða 2.0 (lesa um profiles
hér). Það sem þetta þýðir er að profile 2.0 diskar spilast ekki eða virka ekki sem skyldi í spilurum sem styðja ekki þann profile!
Eins og ég hef nefnt þá er dýrara fyrir aðila að færa sig yfir úr DVD í Blu-Ray en HD-DVD. Hærri framleiðslukostnaður = hærra verð út í búð = hærri gjöld fyrir neytendur.
Varðandi menus og aukaefni, þá eru ekki nema hluti blu-ray diska sem nota
BD-J en allir HD-DVD diskar nota
advanced content lausnina.
Svo má ekki gleyma því að allir HD-DVD diskar eru region free á meðan fyrirtæki geta, og mörg setja, region lás á diskana sína.
Þess vegna er sú staðreynd að blu-ray hafi unnið ekki beint bestu fréttirnar fyrir neytandann.