Jaaa í fyrsta lagi þá var hægt að tala við alla, ganga inn um flestar hurðir og viðbrögð og svör vegfarenda breyttust einnig í gegnum leikinn. íbúar Castle town hafa ekkert um það að segja þegar þeir eru hnepptir í Twilightið eða þegar þeir eru lausir undan því eða þegar kastalinn þeirra er hulin í einhverjum óhrjúfanlegum hjúp, ekki einu sinni verðirnir sem standa vörð um kastalann hafa einhverja skoðun á þessu öllu saman.
í Kakariko village var hænsnaleikurinn frægi og í lok hans fékk maður bláa hænu sem átti svo að skila upp á nýtt, það var einnig bogaskots gallery. í Castle town var teygjubyssu skotsgallerý, kistuleikurinn, bowling og maður þurfti að skila hvítum hundi til eiganda síns. í Zoras domain var dýfingaleikur og einnig í húsinu við Lake hylia. í Goron city fékk maður hjarta ef manni tókst að stoppa rúllandi Goron. Á Lon lon ranch var annar öðruvísi hænsnaleikur, þar þurfti maður að keppa um hestinn og fékk svo seinna að taka þátt í hindrunarhlaupi. Í Gerudo desert var bogaskotskeppni á hesti. Svo má ekki gleyma kapphlaupinu við hlauparann, veiðileiknum, plöntunum sem maður gróðursetti í fortíðinni og notaði í framtíðinni eða öllu ferlinu í kringum það að redda sér Goron sverðinu.
Í Twilight princess er boðið upp á ansi slappan bogaskots leik í Kakariko village og í Castle town er hægt að fara í Star game. Ég get ekki kallað peningasöfnum (brúin, Malomart í Castle town eða fjárveiting til kirkjunnar) sem mini-game. Annars man ég eftir raft skotleiknum, fugla-spengjublöðruleikurinn, smalaleiknum, þegar maður fer með heita vatnið til Goronsins á brúnni, veiðileiknum, stjórna erninum, koma kúlunni ofan í holu-leiknum og skíðakeppninni við Yeti.
Þetta er 14-10 fyrir Oot, leik sem kom 8 árum á undan TP. Kannski er ég að gleyma einhverju.
Málið er að ég vill ekki eins mikið og var í Oot ég vill meira.
Og að minu mati var drauga og kongulóarsöfnuninn í Oot miklu skemmtilegri en drauga og pöddusöfnuninn í TP. Það er reyndar annað dæmi um endurtekningu, draugar og pöddur í staðin fyrir drauga og kongulær, mjög frumlegt.
Það var svosem ekki mikið að gera í overworldinu í Oot en það var líka 5x minna svo það tók varla mínutu að fara endanna á milli, í TP hættir maður að ferðast um öðruvísi en með warpi vegna þess að maður hreinlega nennir því ekki, það er þarna bara til þess að vera stórt.
TP er mun sögukeyrðari en Oot sem er gott af því leiti að oft grípur sagan inn í leikinn og brýtur hlutina aðeins upp (stelpunni var rænt, þegar maður á að fylgja hestvagninum eða safna minningum fyrir stelpuna) en slæmt að því leiti að leikurinn er mjög blátt áfram, maður þarf að taka templin í ákveðinni röð. Í Oot gat maður tekið fire templið, á undan water templinu og öfugt eða Goron námurnar á undan Fiska templinu og öfugt. Í TP hefur maður mjög ákveðið mission í gangi og það er oftast hægt að spyrja þrjá um hvað maður eigi að gera (Telmu á barnum, spákonuna eða Midi).
Ég hef annars spilað Legend of Zelda, Zelda 2, Link to the past, Oscarina of time, Majoras mask, aðeins Wind waker og núna TP.
Það er varla helmingurinn af þeim en myndi það nokkru skipta þó ég hefði spilað þá alla margoft? Þætti mér þá af einhverjum ástæðum rosalega mikið hægt að gera í Kakariko village td?? Fyndi ég ekki bara ennþá frekar fyrir Deja vu tilfinningunni?
Ég hef verið Zelda fan síðan 1988/89 þegar vinur minn kom til mín með gulllitaðan Legend of Zelda til mín nýkeyptan. Hann var frábær þá og er frábær ennþá eins og allir Zelda sem ég hef spilað. En með TP leið mér í fyrsta sinn eins og ég hefði gert þetta mest allt saman áður, í fyrsta sinn fannst mér eins og þetta væri bara annar Zelda leikur með betri grafík. Leikjaspilunin er nokkurnvegin nákvæmlega eins en þó með nokkrum tvistum og frumlegum þrautum enda Zelda gæðatitill.
Þetta er orðið frekar þreitt sögusvið að mínu mati (staðirnir, kynþættirnir, templin) og þessi formúla er farinn að þreytast. Dark/light world, spilar í gegnum 3 tempul og svo BAMM eitthvað gerist og svo 5 í viðbót. Maður er nánast að spila dulbúið grafík update af Oot fyrstu 4 templin í TP… ennþá skemmtilegt en verður það ekki lengi.
Mig langar ekkert voðalega til að spila annan leik með Zoras domain, death mountain, gerudo desert eða Kakariko village ekki nema þeim verði breytt all hressilega.
Það hefur ekki orðið svo mikil þróun í Zelda í sjálfu sér síðan Link to the past fyrir einhverjum 15 árum síðan.
Ég myndi þó gefa TP 9/10 svo það sé alveg á hreinu að mér finnst þetta frábær leikur.