Eins og ég hef greint frá hér áður þá fékk ég mér Fifa 2002. Leikurinn og gameplay er frábært,virtis vera allt í besta lagi í fyrstu. Ég keypti leikinn aðallega út af því að ég á multitengi og það stendur á leiknum að hann styðji það, þetta er svona leikur sem maður spilar með félögum. En allavega, leikurinn virðist ekki styðja multitengi eftir allt saman og meginástæða mín fyrir kaupunum á leiknum var út af multitenginu. Ég hringdi í BT og kannaði málið. Eftir nokkra daga hringdu þeir í mig og sögðu mér að þeim hafi ekki heldur tekist að láta þetta virka. Ég ákvað þá að reyna að fá leiknum skipt (fyrst að ég fékk ekki það sem ég keypti). Þeir voru aðeins tregir en ég talaði þá til,leikurinn var ekki rispaður,bara tekinn úr plastinu. En í rauninni er þetta vandamál ekki BT að kenna heldur EA Sports, þeir setja það á pakkninguna að leikurinn styðji multitengi en svo er ekki. Ætli það sé þá ekki hlutverk BT að kvarta við þá…
Ok, þeir voru til í bítti, allt gott með það. En svo var ég að pæla, hvaða fótboltaleikir eru eftir fyrst að Fifa er ekki í myndinni. Þá tók ég eftir Pro Evolution Soccer og This is football 2002. Hvor þeirra er betri? Fifa stóð vel að vígi í gameplay,raunveruleika og hreyfingum og lýsingu (commentary). Hvernig standa þessir leikir sig í því? Svo tapaði Fifa algjörlega á því að hafa bara one player mode í keppnum og deildum, maður getur ekki verið 2 lið eða fleiri en það (reyndar getur maður ekki verið fleiri því að multitengi virka víst ekki með leiknum og það er ekki einu sinni hægt að vera 2 lið..) ,einungis 1 lið og ef maður ætlar að spila með vinunum þá verða þeir að vera í sama liði sem er ekki eins gaman (og maður getur bara verið 2 í liði því að leikurinn styður ekki multitengi,eins og ég er að töngslast á…)
Það er bara hægt að spila á móti hvor öðrum í friendly og það er ekki nærri eins gaman. Einu sinni gat maður búið til deildir og félagarnir völdu liðin sín og svo var spilað,það var gaman.
En nóg um það. Ég vildi bara láta ykkur vita af þessu Fifa máli mínu áður en ég kæmi að spurningunni. Hvorn leikjanna ætti ég að velja í staðinn fyrir Fifa, PES eða TIF 2002 ? (leikirnir sem ég var að tala um áðan skammstafaðir fyrir þá sem ekki vita…) Hvernig standa þeir sig í gameplay,hreyfingum og raunveruleika? Og hvernig er lýsingin? Stundum hafa leikir svona galla,hægt að skora ef maður stendur á vítateigshorninu og alls ekki mögulegt að skora fyrir utan teig eða úr aukaspyrnu eða eitthvað álíka. Er eitthvað þannig í þessum 2 leikjum? Og hvernig er 2 player mode-ið? Er hægt að vera 2 lið eða fleiri ef maður er með multitengi og búið til deildir og keppnir með félögunum?
Vonandi getiði hjálpað mér.
Takk fyrir að lesa þennan langa pistil minn…(ef þú hefur á annað borða klárað hann….)
;)