Svekkjandi. Ertu búinn að prófa að starta henni oft?
A. Ef hún er keypt notuð gæti verið að fyrri eigandi hafi verið að fikta við vélbúnaðinn og klúðrað einhverju þegar hann var að uppfæra fastbúnaðinn fyrir geisladrifið. Í stuttu máli: Tölvan er dauð. Getur kannski reddað kvittun og reynt að fá aðra í staðinn, en það er ekki öruggt.
B. Ef hún var keypt í verslun þá get ég ekki bent þér á annað en að skila henni (sýndu þeim bara að vélin sé biluð í versluninni) og fá aðra sem virkar. Eins og ég sagði, E64 er nokkuð alvarleg vélbúnaðarvilla.
Ef þú vilt athuga hvort fiktað hefur verið við innvolsið í vélinni nægir að fjarlægja framhliðina (Leiðbeiningar hér:
www.youtube.com/watch?v=cTkvZCeUAwo). Ef Microsoft límmiðinn er rifinn eða ekki alveg fullkomlega heill þá hefur hún verið opnuð.