Ágætu Hugarar!

Nú á fimmtudagin var (13.12) barst til landsins eitt eintak af nýju leikjatölvunni frá Nintendo.
Er hægt að berja gripinn augum í verslun Bræðranna Ormsson, sem er umboðsaðili fyrir Nintendo á Íslandi. Tölvan er tengd við 50" Pioneer Plasma skjá og verð ég að segja að grafíkin er vægast sagt töff. Ekki er komið verð á vélina en það getur verið frá 20.000- 30.000 kr en í raun er ekki hægt að segja fyrir um verð, miðað við hrapandi gengi krónunar. Sala hér á lendi hefst hinsvegar ekki fyrr en í apríl 2002, svo það er enn langt í gripinn, þó ekki nema 4 mánuðir……

Þakka lesturinn,

Siggibet