Það er enginn aðili hér á landi sem gerir við þessi tæki, þekkingin er einfaldlega ekki til staðar. Ef þú keyptir hana úti þá þarftu bara að bíta í það súra epli að vélin sé ónýt (og fá þér Nintendo DS í staðinn, tíhí).
Bíddu,bíddu eru engir aðilar hér á landi sem geta gert við tækið? Þegar svona gerist og maður fer með ábyrgðarnótuna í búðina sem maður keypti hana fær maður þá nýtt tæki í staðinn?
Það er einmitt spurning með það. Ef þetta er DS Lite þá voru algengir gallar með hjarirnar, það komu sprungur í þær og þær áttu það til að brotna. Ef þú hefur ekki gert neitt sjálfur til að valda þessu (misst hana í gólfið etc.) þá á ábyrgðin að covera þetta.
Þá geturðu athugað hvort þeir vilji skipta henni út fyrir þig, brotnar hjarir eru algengt vandamál og Nintendo laga þetta reyndar sjálfir í þeim löndum sem þeir starfa.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..