Ég sendi skífunni línu núna áðan og fékk svar fljótt til baka
Mig langaði bara að spyrja afhverju leikir í ps2 eru komnir allt undir 9000kr. T.d. James Bond 8999. Þetta er ekkert eðlilega hátt verð fyrir einn tölvuleik!! Mér fannst verðið hátt þegar þið byrjuðuð að selja ps2 leiki en þá var verðið í kringum 6500kr.
Vona að ég fái greinar gott andsvar og ekki kenna falli krónunnar um!
Starfsmaður Skífunnar svaraði
Sæll,
Ef ég mundi segja að þetta væri ekki krónunni að kenna þá væri ég að ljúga
að þér. Málið er einfalt. Það er orðið dýrt fyrir okkur að kaupa inn vörur
og þar með verðum við að hækka verðið svo við þurfum ekki að borga með
vörunni og við viljum (eins og öll fyrirtæki) ekki borga með vörunni.
Kveðja,
Netverslun Skífunnar/Ásgeir Sigurðsson