Verðið ákvarðast af framboði og eftirspurn. Ef framboðið er ekkert, líkt og Blitz heldur fram (ég hef ekkert kannað það sjálfur), og eftirspurnin einhver þá eru nú alveg góðar líkur á því að einhver þarna úti sé reiðubúinn til að versla leikinn á 500 kr.
Mín skoðun er sú að þegar hluturinn er ekki til hérlendis (þó hann hafi verið til áður og seldur á einhverju ákveðnu verði þá) greiði fólk einfaldlega þá upphæð sem það er reiðubúið til að greiða.
Allt annað mál þegar hluturinn er til hérna og menn setja upp óeðlilega há verð (og jafnvel hærri en hann stendur til boða nýr út úr búð). Þá er í fínu lagi að drulla yfir verðið hjá viðkomandi og vernda þannig grunlausa aðila sem líta e.t.v. einungis á verðið á leikjum hjá ákveðinni verslun sem merkir sig með gulri mús. En Tölvuvirkni, Elko og Max bjóða oftar en ekki upp á nokkuð hagstæðari verð.