Það er alltaf smá fjárhættuspil að modda leikjavélar. Ég veit að margir sem að voru með mod og keyrðu stolna útgáfu af Mario Soccer leiknum án þess að sækja system update fyrst urðu að henda Wii vélinni sinni í ruslið. Margir gúrúar litu á skemmdu Wii vélarnar og prófuðu að keyra þær eftir að hafa tekið modið úr, prófuðu að skipta um hitt og þetta í vélinni en þær voru bara alveg grillaðar og ekkert hægt að gera.
Síðan þegar maður keyrir í fyrsta skiptið leiki sem Nintendo hafa sjálfir gefið út (Paper Mario, Mario Party o.fl.), þá heimtar Wii vélin að hún verði uppfærð áður en hún getur spilað leikinn… Það kemur þá smá svona gluggi upp sem segir í stuttu orði að þessi uppfærsla geti rústað Wii vélum sem eru moddaðar og að Nintendo taki enga ábyrgð á því, fari svo.
Spurning hvort Nintendo fari að fordæmi Apple með iPhone einn daginn og sendi út uppfærslu sem að eyðileggur allar Wii vélar sem átt hefur verið við.
Annars veit ég ekki hverjir eru að modda Wii vélarnar hérna, en ég veit um nokkrar sem hafa verið moddaðar og þá hefur sá sem seldi kubbinn sett þær í vélarnar líka og tekið eitthvað á bilinu 5 til 10 þúsund fyrir kubbinn og vinnuna.