Þegar ég var með PAL Wii þá virkuðu margir af VC leikjunum ekki í sjónvarpinu mínu ef ég notaði component kaplana, það var allt í lagi með hinum sem fylgdu með tölvunni. Aðal gallinn er að ef þú ert með PAL tölvu þá færðu PAL útgáfuna af öllum VC leikjum. Og þú veist hvernig evrópubúar eru álitnir annars flokks viðskiptavinir í leikjatölvuheiminum, er það ekki? Í gamla daga var það ennþá verra. Þannig að PAL VC er svolítið eins og að fara 20 ár aftur í tímann. Þegar PAL og NTSC skipti einhverju máli, þá nennti enginn að porta leikjunum almennilega yfir á PAL úr NTSC, og það sem gerist vegna þess er að margir gamlir PAL leikir keyrast töluvert hægar og auk þess með svarta borða fyrir ofan og neðan skjáinn. Jamm. Fáðu þér bara NTSC Wii tölvu og þá er allt í lagi, þú átt eftir að vera guðsdauðfeginn að hafa gert það. Þá geturðu líka fengið flestalla Wii leiki fyrr (til dæmis Metroid Prime 3: Corruption og svo kemur seinna Super Mario Galaxy og SSBB).