ok, ég var að fá PS3 í dag og er að reyna að tengja video snúruna við sjónvarpið (maður tengir úr tölvunni snúru sem skiptist í 3 bita, gulan, hvítan og rauðan og þá í græju sem maður festir í sjónvarpið) en ég finn ekki neinn stað á sjónvarpinu þar sem ég get tengt þetta við þannig að ég var að pæla hvort það sé bara hægt að nota tengið úr PS2 tölvunni minni sem að aftur á móti er hægt að tengja við sjónvarpið?
Bætt við 14. október 2007 - 15:44
líka eitt annað…hvert tengi ég LAN snúruna? ég veit hvar á PS3-inu en ekki við hvað….
(eins og sumir hafa væntanlega fattað núna þá er ég ekkert tæknigúrú)