Það eru nú þegar margir fps leikir á PS2 vélinni og maður hefur ekkert á móti því að annar bætist í hópinn.
Einn þeirra sem á eftir að koma er Medal of Honor Frontline. Leikurinn er hannaður Spielberg teaminu Dreamworks og gefinn út af EA. Í nýja leiknum leikur maður aftur Jimmy Patterson. Þú vinnur með OSS, og þú átt að stela vopni til að bjarga mörg þúsund lífum.
Það sem bíður upp á meiri fjölbreytni er að maður getur ráðist gegn nasistum einn eða í hóp fagmanna. Maður getur líka náð sambandi við aðra liðsmenn í gegnum talssöð og beðið um liðsauka. Í leiknum verða 15 mismundani borð, 5 þeirra gerast á víglínunum. Þetta er þannig leikur sem maður klárar ekki á einu kvöldi, allt tekur sinn tíma og maður á að vera þolinmóður. Leikurinn er ótrúlega flottur og nýtir ps2 kraftinn mjög vel. Auk þess á hljóðið að vera mjög gott, á að vera orgelmalódía, sem passar vel inn í stríðið.

Leikurinn kemur snemma á næsta ári.

Takk fyri