Að láta netið inn í PSP tölvu er töluvert erfitt…
Fyrst þarftu auðvitað að fanga netið.
Byrjaðu á því að fara inn í eldhúsið heima hjá þér (eða hjá ættingja) og reddaðu þér sigti, sleif og oststykki.
Farðu svo inn í verkfæraskúrinn og náðu þér í garn (ef þú átt engan skúr óheppinn, en þá geturu notað garn sem einhver fjölskyldumeðlimur notar til að prjóna úr).
Nú skaltu binda garnið við sleifina og láttu sleifina halda sigtinu uppi, en bara öðrum endanum (æi svona gildru eins og þeir nota alltaf í teiknimyndunum, þú hlýtur að fatta það!)
Síðan notar þú ostinn sem beitu.
Fyrst að netið er næturdýr, er það örugglega á ferðinni á nóttunni. Mæli þessvegna með að þú reynir að fanga netið um miðnætti helst eftir rigningu. Þegar netið er farið undir sigtið, skaltu kippa í sleifina og sigtið dettur á netið.
Netið á það til að berjast um þegar það er hrætt, þessvegna skaltu bara halda þéttingsfast um höfðið á því og snúa.
Æi sorry þetta er ekkert voðalega gagnlegt svar… Ég bara fannst ég þurfa að bulla einhverja tóma steypu því þú orðaðir þetta svo yndislega kjánalega
láta netið í psp…
Þú tengir psp við netið…
Hvernig þú gerir það man ég ekki alveg í augnablikinu, en eftir 5sek á google fann ég þennan línk:
http://www.psp411.com/show/guide/30/0/PSP_Networking_for_Dummies.html Prófaðu hann…