Jæja, svona er staðan. Nýbúinn að láta modda wii-ina mína og ætlaði að fara að setja inn Wiikey update 1.2 í hana til að gera region override (get þá spilað leiki frá USA og fleira). Svo kemur í ljós að vegna þess að ég var búinn að updeita tölvuna þannig hún var komin með Wii software update 3.0 þá virka ekki homebrew diskarnir sem ég ætlaði að setja í til að setja region override-ið. Virkar samt að spila skrifaða… öhm.. backup leiki en ekki gamecube homebrew. Gaurarnir hjá Wiikey segjast vera að vinna að updeiti en ég held að það sé ekki að koma í bráð.
Veit einhver hvort að það sé einhver leið til að “downgreida”? Eins og að fá Wii version 2..?