éþú þyrftir þá straumbreyti og ég held að leikirnir þarna úti eru stilltir á annað kerfi þannig að þú gætir ekki keypt leik á íslandi og spilað hann í tölvunni minnir mig , það var allavegana þannig með ps2 og ps1
Þarf straumbreyti náttúrulega til að stinga henni í innstungu hérna heima. Einnig verðurðu að hafa sjónvarp sem styður NTSC, en það gera langflest PAL sjónvörp framleidd síðustu 15 árin en þó ekki öll.
Annað sem þú ættir að vita er að PAL PS1 og PS2 leikir munu ekki spilast í tölvunni sem og PAL Blu-Ray myndir munu ekki virka heldur. PAL PS3 leikir munu þó virka enda allir PS3 leikir sem hafa komið út hingað til ekki region læstir á neinn hátt.
Þú getur keypt PS3 í USA og þú þarft ekki straumbreyti. Þetta veit ég af því ég keypti PS3 í USA og stakk henni í samband heima á Íslandi. Vélin kostar í dag $499. Þú getur keypt PS3 leik hvar sem er í heiminum því þeir eru region-free. Sumar Blu-ray myndir er region-free, aðrar ekki en ég myndi gera ráð fyrir að flestar væru það ekki í framtíðinni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..