Það vill svo til að ég á von á því að eignast X-Box 360 á næstunni (sem ég vona að sé ekki core vél) og er að reyna að ákveða hvaða leiki ég ætti að fá mér. Gears of War, Dead Rising og The Darkness hljóma mjög vel, og BioShock(og margir, margir fleiri titlar) í náinni framtíð, en ég var að athuga hvort að hugarar hefðu einhverjar skemmtilegar uppástungur fyrir mig. (FYI þá er ég lítið fyrir íþrótta- og kappakstursleiki, frekar action/adventure, rpg og vandaða skotleiki, eitthvað í þá áttina.) Ég er einfaldlega að drukkna í nýjum, gömlum og komandi titlum, svo að öll hjálp væri vel þegin. Hvaða góða leiki eigið þið, hvað er ‘must-have’, hvað hlakkið þið til að sjá og ef að þið ættuð að kaupa 1-3 leiki fyrst á 360, hvaða leikir væru það?
Með fyrirfram þökk, Armageddon.