Færð væntanlega sent bréf frá póstinum um að þú eigir pakka hjá þeim. Getur sent þeim tölvupóst, og gefið þeim leyfi til að opna pakkann og leita að reikning, eða faxað/sent í tölvupósti reikning til þeirra, og síðan er því keyrt heim til þín.
Einnig geturðu líka prentað út reikninginn sem þú fékkst sendan af play.com, farið með hann til þeirra og fengið leikinn afhentan.
Þarft að borga 10% af andvirði sendingar í toll, og síðan 24,5% virðisaukaskatt á allt saman.
Svo stendur þetta allt í bréfinu sem pósturinn sendir þér.
Ef pakkinn frá play.com er ekki kominn til þín innan 14 daga frá sendingu, þá telja þeir hjá play.com að pakkinn sé týndur, þá er gott að setja sig í samband við þá og annaðhvort láta þá sendan nýjan pakka, eða fá endurgreitt.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.