HakonThrastar 1. ágúst 2007 - 12:40
…..hvað gerist ef að þú klúðrar verkinu og tölvan skemmist?
Ef það má rekja að tölvan “skemmist” vegna mistaka minna við/vegna ísetningu (sem nota bene hefur aldrei gerst og ég á hauginn allann af PS2, XBOX, XBOX360 og WII moddunum að baki ) þá mun ég með glöðu geði punga út fyrir nýrri vél =)
Blublu 1. ágúst 2007 - 21:07
…Svo skil ég ekkert þetta serial dót sem þú sagðir.
Evrópskar(PAL) WII tölvur með serialnúmeri hærra en LEH 1097XXXX eru með “GC2-D2B” firmware kubbinum eða nýrri sem táknar að í verksmiðjunni er búið að klippa þrjá fætur af Firmware IC kubbinum, og í sumum tilfellum er búið að fjarlægja 5v punktinn sem er notaður sem straumgjafi fyrir modkubbinn. (ef svo er þá notast ég við annan punkt á borðinu sem er hluti af sömu rásinni)
Vandamálið varðandi þessa þrjá fætur sem búið er að klippa af IC kubbinum hef ég leyst á tvenna vegu hingað til. Í öðru lagi hef ég notast við stubbana á kubbnum sjálfum sem verða eftir þegar búið er að klippa fæturna af “bý til” nýja rás á prentplötuna. Hinsvegar hef ég skorið örlítið ofan af IC kubbinum með dremelinum mínum og lóðað beint ofan í kubbinn 3 víra. Báðar aðferðir hafa gefist vél og er það algjörlega á valdi kúnnans hvor aðferðina hann vill =)
Varðandi ljósmyndirnar þá hef ég hreinlega ekki haft tíma til þess vegna mikilla anna, í moddun, vinnu og fjölskyldulífinu, en þetta er góð hugmynd hjá þér félagi =)