Fanboy-ismi bara sem er til hjá aðdáendum allra tölvanna.
Ég fylgist með þessu úr fjarlægð. Ég mun aldrei kaupa mér leikjatölvu aftur og hef engann áhuga á neinni af þeim sem eru í boði.
Wii er sniðug, örugglega frábær í partíum en ég myndi varla nenna að spila þetta einn, sveiflandi höndum til og frá. Fengi örugglega leið á því mjög fljótt
Vinur minn er/var Playstation maður í húð og hár og spanderaði 70.000 kalli í PS3 en ég held að hann hafi ennþá bara keypt sér einn leik á hana og ég hef aldrei séð hann spila leikinn fyrir utan daginn þegar hann keypti tölvuna.
Annars er PS3 bara notuð sem DVD spilari og virkar tölvan alveg ótrúlega óspennandi og leiðinleg. Bara meira af því sama einhvernvegin.
Veit ekkert um X-Box….
Ég er með Nintendo mönnum í því að grafík er ekkert rosa mikilvæg, ég er ekki að segja að Tekken gæti verið með Óla Prik köllum án þess að það skipti máli en ég get ekki ímyndað að það væri nokkuð leiðinlegra að spila Tekken 5 með Tekken 3 grafík.
Bara ef grafíkin skilar sínu þá er það nóg, gott dæmi um þetta eru Mega man leikirnir á Nes sem skarta litríkri, skýrri og einfaldri grafík. Þeir leikir myndu ekki græða neitt á því ef þeir væru teiknaðir upp á nýtt með allskonar auka fítusum og smáatriðum, settir í háupplausn og hljóðbættir… það yrði nákvæmlega ekkert skemmtilegra að spila þá.
Ef einhver segir ykkur að einhver leikur hafi geðsjúka grafík fáið þið þá áhuga á að prófa hann??
Ekki ég.