Samanburður gengur út á að bera saman ólíka hluti. Þó svo að PS3 og Xbox 360 séu svipaðar í samanburði við Wii þá þýðir ekki að maður eigi ekki að bera hlutina saman.
Annars er Next-Gen og New-Gen bara orð sem hafa þá þýðingu og maður vill. Maður sér oft einhverja kjána á netinu rífast um hvað sé next-gen og hvað ekki en Next-Gen hugtakið hefur enga afmarkaða skilgreiningu og er mjög huglægt fyrir hverjum og einum.
Í besta falli er hægt að segja að Next-Gen/New-Gen sé einfaldlega ný kynslóð af vissri vörutegund. Það þýðir þó ekki endilega að hún sé betri þó svo að hún sé það vissulega oftast í tækniþróun.
Flestir dæma hlutina eftir útlitinu og útlitið (grafíkin) í Xbox 360 og PS3 eru vissulega tæknilega séð flottari heldur en Wii, held það sé nokkuð augljóst.
Þegar kemur að því að bera saman vélarnar í þeim tilgangi að ákvarða hvaða vél sé ,,best“ þá eru svo margir samanburðarþættir að samanburðurinn er misjafn í hugum hvers og eins.
Wii getur t.d þótt of barnaleg í huga eins manns á meðan öðrum finnst t.d Wii leikirnir vera mun líflegri og hressari en leikirnir á hinum vélunum.
Öðrum finnst t.d PS3 og Xbox 360 leikirnir vera of nördalegir á meðan Wii leikirnir gætu talist vera meiri sociably acceptable þar sem stór hluti helstu Wii leikjanna byggist á því að maður sé að spila með vinum sínum (og oftast þarf sá einstaklingur ekki að hafa mikla ,,nörda” þekkingu á tölvuleikjum).
Persónulega er ég hrifnari af 360 leikjunum þegar ég hef mikinn frítíma en hinsvegar er Wii vélinni ekki pakkað niður þegar næsta skólaönn byrjar enda eru Wii leikirnir í mínum huga eitthvað sem ég spila í 30 mínútur í senn, annað en 360 leikirnir.