Mér fynnst spiderman leikurinn bara frekar góður á wii því að hreyfingarnar koma svo eðlilega með spilun leiksins og hann er einhvern veginn svo ferskur þrátt fyrir hræðilega graffík. Ég hef skemmt mér mjög við spilun hanns og ég myndi alveg gefa honum 7,8.. Þá sérstaklega fyrir gameplay.
Ég skil ekki þá þrjósku í þér að fólk megi ekki eyga sínar skoðannir… Og þarftu að capslocka? Ég les textan ekkert betur þó að þú ýtir á capslock!
Red steel var vissulega ekkert spes leikur það er satt hjá þér… Mér fannst hann td. svo ókláraður.. En það er samt drullugaman í multiplayer.
Mario Strikers: Charged og eXcite trucks hafa fengið mjög góða dóma svo að þér ætti að finnast þeir góðir… Miðað við það að þú ferð eftir dómunum á gamespot í staðin fyrir að prufa leikina sjálfur :)
Og talandi um að þroskast… þá var þessi texti sem að þú skrifaðir hérna ein óþroskaðasta málsgrein allratíma hér á huga… allt stútfullt af stafsetningar og málvillum og alhæfingarnar fljúga yfir skjáinn þó svo að þetta hafi verið stutt hjá þér
En ef að þú heldur að ég sé einhver Wii fanboy og styðji bara Wii þá er það rangt.. Ég dýrka td. Gears of War og graffíkina á 360 og er að fara að kaupa mér hana næstu mánaðarmót þegar að ég fæ útborgað.
Wii er samt þessi “partytölva” sem að maður skreppur aðallega í með vinum sínum í í MP leiki og svo er hún líka “ferskari” en PS og Xbox og mér finnst frábært að hafa möguleika á að hreyfa mig smá á meðan að ég er í tölvunni… Sérstaklega þegar maður nennir ekki í ræktina eða eitthvað, að boxa þá í svona 40 min.