100% sammála þér, ég hef aldrei skilið hvers vegna Halo varð svona vinsæll og fékk svona góða dóma. Ótrúlega mikið re-use á umhverfum leiksins, mörg borðin samanstanda af tveimur mismunandi útlýtandi göngum sem endurtaka sig sitt á hvað þar sem þú skýtur tvær týpur af geimverum í gegnum allan leikinn…. Og sum borðin ganga svona endalaust þangað til maður kemst á endan á borðinu, bara til þess eins að þurfa að fara allt borðið aftur til baka! Jesús minn, talandi um ótrúlega einhæfan og þreytandi leik. Ótrúlega cheap leið til að lengja leik. Fyrir utan hvað öll umhverfin voru ótrúlega generic og boring geimveru-umhverfi þar sem hver staður og gangur var hver öðrum líkari.
Ég kláraði þennan leik en verð að viðurkenna að ég píndi mig í gegnum allavega 90% af honum, bara til þess að sjá what all the fuss was about.
Vægast sagt average og ófrumlegur leikur, og var það líka þegar hann kom fyrst út að mínu mati.