Þetta er Beta. Lekurinn er ekki tilbúinn. Og plús það að hvenær hefur graffík einhverntíman unnið leikjatölvustríðið? Seinast þegar ég vissi voru það leikirnir sem réðu úrslitum og Xbox 360 vinnur klárlega í þeirri deild.
Sony treista algjörlega á 3rd party leikjaframleiðandur en þeir meiga framleiða leiki á hvaða tölvu sem þeim langar.
Tvö flaggskip PS3, Metal Gear og Final Fantasy gætu alveg hoppað yfir á Xbox 360, Halo hinsvegar hafa microsoft algjörlega tryggt sér svo hann fer ekki neitt.
Má kanski benda þér á að yfir 4 milljón manns hafa nú þegar panntað halo 3, það eru hvað, milljón fleiri en eiga playstation 3 tölvu. Seinast þegar ég vissi var líka Nintendo Wii þátttakandi í þessu leikjatölvu stríði og eins og er er hún að rústa PS3 og ógnar mjög Xbox 360 enda selst hún eins og heitar lummur. Held því miður að þetta verði bara ekkert auðvelt leikjatölvustríð fyrir PS3.