Mæli eindregið með Dead Rising, leikur til að eyða klukkustundum í, þó að maður unlockar ekki fleiri mode fyrr en maður klárar söguþráðinn, sem fyrir mér er frekar erfiður..
ég á aðra fjóra leiki í Xbox 360; Fifa World Cup sem er að mínu mati einhver versti Fifa leikurinn hingað til, Tony Hawk : American Wasteland, alveg ágætur en held að Project 8 sé betri, NFS MW, engu betri en í PC, svo að lokum er það Bomberman, sem er alveg eins og sá fyrsti, bara spilaður í 3D, eina skemmtunin sem ég fékk frá því að spila hann var kynnirinn.. Sem er einhver versta skopstæling af konu sem hefur verið í tölvuleik. Ég ætla að taka það fram að það var ekki mitt val að fá þessa 4 leiki, þeir fylgdu með tilboðinu. Ef að þér dettur í hug að kaupa þessa leiki myndi ég sjá þá fyrst áður en þú borgar.
Þegar þú segir að BT sé með lélegt úrval af leikjum í 360 þá verð ég eiginlega að vera ósammála þér, finnst þeir vera komnir með frekar marga leiki miðað við að tölvan hefur ekki verið það lengi á markaðnum hér á landi..
Hef ekkert prófað að fara í Elko eða Max, held að BT hafi alveg nógu marga leiki til að líta á.
Vona að svarið kom eitthvað að gagni..