Sum sjónvörp eru þannig að þau geta ekki sýnt flesta Virtual Console leiki rétt, ég held að það gildi bara um þessa sem keyra í 50 Hz (sem eru næstum allir eldri PAL leikir). Það gildir auðvitað bara um Virtual Console leiki, ekki Wii leiki, og aðeins þegar þú notar component kapla. Held samt að flest sjónvörp séu alveg í lagi hvað þetta varðar, sérstaklega dýrari og flottari sjónvörp.
Ég þurfti alltaf að skipta um kapla þegar ég vildi spila Virtual Console leiki.
Bætt við 28. apríl 2007 - 02:16
Já og annars, fyrir utan þetta smá vandamál, þá er myndin miklu skarpari og flottari, ég tók eftir miklum mun strax í Wii menu-inu. Ef sjónvarpið þitt styður component þá einfaldlega færðu þér svona kapla, það er ekki flóknara en það.