Jú það er hægt gefið að sjónvarpið er með component, VGA eða composite tengi (sem þau flest eru með). Component eða VGA þarf í HD sem er auðvita besti kosturinn, en vga snúruna þarf að kaupa sér.
Hljóð er í rca tengjum (rautt og hvítt) en fyrir 5.1 er best að kaupa digital optical snúru og tengja í magnarann.
Segðu okkur bara hvaða tengi eru á sjónvarpinu (eða hvernig sjónvarp þú ert með) og hvernig magnara þú ert með (ef þú ert þá með magnara).
Component: Flytur mynd með 3 snúrum (oftast RCA tengi) lituð í bláu, rauðu og grænu.
Composite: Flytur mynd með einni snúru (oftast RCA) lituð í gulu.
Hljóð: Stereo/pro logic flutt með rauðri og hvítri RCA eða optical snúru (mjó með skrýtnum haus)
Með tölvunni (Premium pakkanum) Fylgir með ein snúra þar sem eru hausar fyrir Component, composite og hljóð (tveir RCA rauð og hvít).
“Where is the Bathroom?” “What room?”